Bindisamningar líkamsræktarstöðva koma mörgum í koll Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:10 Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Vísir/ernir Bindisamningar líkamsræktarstöðva geta komið mörgum í koll þegar líður að nýju ári. Þetta segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, en algengt er að árskort endurnýist sjálfkrafa ef þeim er ekki sagt upp. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi óafvitandi greitt fyrir margra ára áskrift þó þeir telji sig hafa sagt henni upp. Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Algengt er því að árskort sem keypt hafa verið renni út á þessum tíma. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að áskriftinni ljúki þó ár hafi runnið sitt skeið.Sat í súpunni sex árum síðar Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, bendir á að stöðvarnar séu gjarnan með strangar reglur um skriflega uppsögn. Nefnir hún nýlegt dæmi þar sem viðskiptavinur sagði samningi upp við starfmann munnlega, en sat svo í súpunni um sex árum síðar. „Starfsmaður tók við uppsögninni en síðan líður og bíður og svo kemst viðkomandi að því að hann er enn að greiða fyrir einhverja þjónustu sem hann hefur ekki notað í mörg ár. Þá er ekkert annað að gera en að skoða kreditkortayfirlitið á hverjum einasta mánuði þar sem um leið og maður er búinn að borga kreditkortareikninginn þá er maður búinn að samþykkja einhverja þjónustu. Þá er erfitt að krefjast endurgreiðslu,“ segir Brynhildur.Eigi að geta verið á hvaða formi sem er Brynhildur segir ekki ólöglegt að krefjast skriflegrar uppsagnar. Aftur á móti hafi sum fyrirtæki gert enn strangari kröfur sem ekki standist skoðun. „Til dæmis eins og eitt fyrirtæki, Reebok Fitness, sem við vitum um alla vega, er að gera þá kröfu að uppsögn verði að fara fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Við teljum að það geti ekki staðist og sé alltaf best fyrir fólk að gera þetta skriflega eða í tölvupósti.“ Þannig segir hún að skrifleg uppsögn eigi að geta verið á hvaða skriflega formi sem er. „Ef ég ákveð að ég vilji gera það með handskrifuðu bréfi þá er ekki hægt að meina mér það,“ segir Brynhildur Pétursdóttir. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Bindisamningar líkamsræktarstöðva geta komið mörgum í koll þegar líður að nýju ári. Þetta segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, en algengt er að árskort endurnýist sjálfkrafa ef þeim er ekki sagt upp. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi óafvitandi greitt fyrir margra ára áskrift þó þeir telji sig hafa sagt henni upp. Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Algengt er því að árskort sem keypt hafa verið renni út á þessum tíma. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að áskriftinni ljúki þó ár hafi runnið sitt skeið.Sat í súpunni sex árum síðar Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, bendir á að stöðvarnar séu gjarnan með strangar reglur um skriflega uppsögn. Nefnir hún nýlegt dæmi þar sem viðskiptavinur sagði samningi upp við starfmann munnlega, en sat svo í súpunni um sex árum síðar. „Starfsmaður tók við uppsögninni en síðan líður og bíður og svo kemst viðkomandi að því að hann er enn að greiða fyrir einhverja þjónustu sem hann hefur ekki notað í mörg ár. Þá er ekkert annað að gera en að skoða kreditkortayfirlitið á hverjum einasta mánuði þar sem um leið og maður er búinn að borga kreditkortareikninginn þá er maður búinn að samþykkja einhverja þjónustu. Þá er erfitt að krefjast endurgreiðslu,“ segir Brynhildur.Eigi að geta verið á hvaða formi sem er Brynhildur segir ekki ólöglegt að krefjast skriflegrar uppsagnar. Aftur á móti hafi sum fyrirtæki gert enn strangari kröfur sem ekki standist skoðun. „Til dæmis eins og eitt fyrirtæki, Reebok Fitness, sem við vitum um alla vega, er að gera þá kröfu að uppsögn verði að fara fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Við teljum að það geti ekki staðist og sé alltaf best fyrir fólk að gera þetta skriflega eða í tölvupósti.“ Þannig segir hún að skrifleg uppsögn eigi að geta verið á hvaða skriflega formi sem er. „Ef ég ákveð að ég vilji gera það með handskrifuðu bréfi þá er ekki hægt að meina mér það,“ segir Brynhildur Pétursdóttir.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent