Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Að sögn Jóns Trausta hafa flutningafyrirtæki tekið upp á því að stafla bílum upp í gámum vegna skorts á plássi. vísir/gva Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira