Starfslokin kostuðu ON 21 milljón króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. september 2017 06:00 Páll Erland var ráðinn framkvæmdastjóri ON, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í byrjun árs 2014. vísir/gva Starfslok Páls Erland, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kostuðu fyrirtækið 20,7 milljónir króna en hann lét af störfum í september í fyrra. Samkvæmt ráðningarsamningi var Páll með níu mánaða uppsagnarfrest. Kostnaður OR vegna starfsloka Páls birtist í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Þar er að finna lið undir sundurliðun á starfskjörum æðstu stjórnenda OR og dótturfélaga, sem ber heitið „starfslokagreiðslur“. Neðanmálsútskýring með þessum lið er að greiðslan tengist starfslokum Páls.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.vísir/vilhelmEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir orðalagið „starfslokagreiðsla“ hafi þarna ekki verið um að ræða sérstaka greiðslu umfram ákvæði ráðningarsamnings. „Það sem þarna er um að ræða eru laun, launatengd gjöld, mótframlag í lífeyrissjóð og orlofsuppgjör samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi starfsmannsins. Ráðningarsamningurinn kvað á um níu mánaða uppsagnarfrest. Það var samkomulag um starfslok.“ Þann 22. september 2016 var tilkynnt að Páll, sem verið hafði framkvæmdastjóri ON frá ársbyrjun 2014, hefði sagt upp störfum hjá ON. Fréttablaðið greindi skömmu síðar frá því að það hefði verið vegna ágreinings Páls við stjórn ON. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi ágreiningur hafi þó fyrst og fremst verið við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON, sem hafi ákveðið að láta Pál fara og lendingin hafi verið samkomulag um starfslok. Opinberlega kom þó alltaf fram að Páll hefði ákveðið að hætta en yrði fyrirtækinu innan handar næstu mánuði þar á eftir. Ekki þykir sjálfsagt að starfsmenn fái greiddan uppsagnarfrest ráðningarsamningsins þegar þeir láta sjálfviljugir af störfum og allajafnan á það aðeins við þegar þeir eru reknir. Eðli starfslokanna gerði það þó að verkum að ON neyddist til að gera upp samninginn sem kostaði OR, sem fyrr segir, 20,7 milljónir króna. „Mér finnst þetta mikill kostnaður og sýnir kannski fram á mikilvægi þess almennt að menn í yfirmannastöðum séu með sambærilegan uppsagnarfrest og aðrir starfsmenn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, furðar sig jafnframt á þessum tölum. „Mér finnst þetta algjörlega út úr kortinu.“ Svo fór að 2. desember 2016, rúmum tveimur mánuðum eftir tilkynningu um starfslok Páls, var greint frá því í fréttatilkynningu að hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélagið Orka náttúrunnar, eru meðal helstu aðildarfélaga Samorku. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, vegna málsins en fékk þau svör að þótt sjálfsagt væri að skýra kostnaðinn í ársreikningnum vildi fyrirtækið ekki ræða málefni einstakra starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Starfslok Páls Erland, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kostuðu fyrirtækið 20,7 milljónir króna en hann lét af störfum í september í fyrra. Samkvæmt ráðningarsamningi var Páll með níu mánaða uppsagnarfrest. Kostnaður OR vegna starfsloka Páls birtist í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Þar er að finna lið undir sundurliðun á starfskjörum æðstu stjórnenda OR og dótturfélaga, sem ber heitið „starfslokagreiðslur“. Neðanmálsútskýring með þessum lið er að greiðslan tengist starfslokum Páls.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.vísir/vilhelmEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir orðalagið „starfslokagreiðsla“ hafi þarna ekki verið um að ræða sérstaka greiðslu umfram ákvæði ráðningarsamnings. „Það sem þarna er um að ræða eru laun, launatengd gjöld, mótframlag í lífeyrissjóð og orlofsuppgjör samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi starfsmannsins. Ráðningarsamningurinn kvað á um níu mánaða uppsagnarfrest. Það var samkomulag um starfslok.“ Þann 22. september 2016 var tilkynnt að Páll, sem verið hafði framkvæmdastjóri ON frá ársbyrjun 2014, hefði sagt upp störfum hjá ON. Fréttablaðið greindi skömmu síðar frá því að það hefði verið vegna ágreinings Páls við stjórn ON. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi ágreiningur hafi þó fyrst og fremst verið við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON, sem hafi ákveðið að láta Pál fara og lendingin hafi verið samkomulag um starfslok. Opinberlega kom þó alltaf fram að Páll hefði ákveðið að hætta en yrði fyrirtækinu innan handar næstu mánuði þar á eftir. Ekki þykir sjálfsagt að starfsmenn fái greiddan uppsagnarfrest ráðningarsamningsins þegar þeir láta sjálfviljugir af störfum og allajafnan á það aðeins við þegar þeir eru reknir. Eðli starfslokanna gerði það þó að verkum að ON neyddist til að gera upp samninginn sem kostaði OR, sem fyrr segir, 20,7 milljónir króna. „Mér finnst þetta mikill kostnaður og sýnir kannski fram á mikilvægi þess almennt að menn í yfirmannastöðum séu með sambærilegan uppsagnarfrest og aðrir starfsmenn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, furðar sig jafnframt á þessum tölum. „Mér finnst þetta algjörlega út úr kortinu.“ Svo fór að 2. desember 2016, rúmum tveimur mánuðum eftir tilkynningu um starfslok Páls, var greint frá því í fréttatilkynningu að hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélagið Orka náttúrunnar, eru meðal helstu aðildarfélaga Samorku. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, vegna málsins en fékk þau svör að þótt sjálfsagt væri að skýra kostnaðinn í ársreikningnum vildi fyrirtækið ekki ræða málefni einstakra starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira