Kyrie Irving með fjóra „varamenn“ í Stjörnuleiknum | Svona eru liðin í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 09:30 Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira