Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira