Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira