Yngsta brugghúsið í jólabjóravertíðinni teflir fram grenibjór Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 16:45 Bjólfur er fyrsti jólabjór Austra brugghúss. Mynd/Austri Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira