Yngsta brugghúsið í jólabjóravertíðinni teflir fram grenibjór Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 16:45 Bjólfur er fyrsti jólabjór Austra brugghúss. Mynd/Austri Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira