Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2017 07:30 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira