Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:00 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira