Sá litli er að gera hluti sem hafa ekki sést áður hjá Boston Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 14:45 Isaiah Thomas er ekki hár í loftinu. Hér er hann að reyna að stoppa Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira