Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl 21. október 2017 11:00 Brynhildur Pétursdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira