Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl 21. október 2017 11:00 Brynhildur Pétursdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira