Raufarhafnarbúar taka á móti sínu fyrsta skemmtiferðaskipi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir alls átta sinnum hringinn í kringum landið í sumar. Mynd/Iceland ProCruises „Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
„Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira