Raufarhafnarbúar taka á móti sínu fyrsta skemmtiferðaskipi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir alls átta sinnum hringinn í kringum landið í sumar. Mynd/Iceland ProCruises „Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent