Dýrari póstur með færri sendingum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti. vísir/ernir Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira