Vinnubann í Urriðaholti: Öryggi starfsmanna ógnað Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. nóvember 2017 16:21 Vinnubanni hefur verið komið á byggingarframkvæmdir í Mosagötu 4-12. Myndin er tekin í Urriðaholti. vísir/stefán Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira