Við berum ábyrgð Telma Tómasson skrifar 12. desember 2017 07:00 Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun
Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun