Krónan styrktist örlítið í dag eftir losun hafta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2017 21:11 Krónan styrktist lítillega í dag. vísir/sigurjón Gengi krónunnar styrktist örlítið í dag eftir að fjármagnshöftum var að mestu aflétt en í gær veiktist krónan gagnvart helstu gjaldmiðlum um allt að þrjú prósent. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sérfræðingar telji meiri líkur á því að krónan muni styrkjast enn frekar á næstu mánuðum og þá meðal annars vegna mikillar aukningar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands. Rætt var við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem fagnaði afnámi hafta í dag og sagði að um sögulega stund að ræða. „Nú eru Íslendingar svona að losna úr hlekkjum hrunsins og ég held að það sé symbólskt mjög skemmtilegt fyrir þjóðina,“ sagði fjármálaráðherra. Hann var einnig spurður út í möguleg málaferli krónueigenda vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á ríkisstjórnina fyrir að semja við þá eigendur aflandskróna sem höfnuðu tilboði stjórnvalda í fyrra. Sagði Benedikt að hann teldi slík málaferli ólíkleg. „Allir eiga rétt á því að fara með sín mál fyrir dómstóla það er bara í þessu máli eins og öðru.“ En þið eruð ekkert búin að undirbúa ykkur undir það sérstaklega? „Nei, ég get ekki verið að búa mig undir allt sem getur hugsanlega gerst. En við tókum þessu og höfum skoðað það hérna innandyra og teljum að það séu engar sérstakar líkur á því að þetta gerist,“ sagði fjármálaráðherra en frétt Stöðvar 2 í heild sinni um losun hafta frá því í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Gengi krónunnar styrktist örlítið í dag eftir að fjármagnshöftum var að mestu aflétt en í gær veiktist krónan gagnvart helstu gjaldmiðlum um allt að þrjú prósent. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sérfræðingar telji meiri líkur á því að krónan muni styrkjast enn frekar á næstu mánuðum og þá meðal annars vegna mikillar aukningar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands. Rætt var við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem fagnaði afnámi hafta í dag og sagði að um sögulega stund að ræða. „Nú eru Íslendingar svona að losna úr hlekkjum hrunsins og ég held að það sé symbólskt mjög skemmtilegt fyrir þjóðina,“ sagði fjármálaráðherra. Hann var einnig spurður út í möguleg málaferli krónueigenda vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á ríkisstjórnina fyrir að semja við þá eigendur aflandskróna sem höfnuðu tilboði stjórnvalda í fyrra. Sagði Benedikt að hann teldi slík málaferli ólíkleg. „Allir eiga rétt á því að fara með sín mál fyrir dómstóla það er bara í þessu máli eins og öðru.“ En þið eruð ekkert búin að undirbúa ykkur undir það sérstaklega? „Nei, ég get ekki verið að búa mig undir allt sem getur hugsanlega gerst. En við tókum þessu og höfum skoðað það hérna innandyra og teljum að það séu engar sérstakar líkur á því að þetta gerist,“ sagði fjármálaráðherra en frétt Stöðvar 2 í heild sinni um losun hafta frá því í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira