Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2017 07:30 Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar
Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14