Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2017 07:30 Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar
Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14