Breskur bankamaður átti að stýra nefnd um endurskipulagningu fjármálakerfisins Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2017 08:00 Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í fyrra að fela þáverandi fjármálaráðherra að skipa nefnd um endurskipulagningu bankakerfisins. Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti síðastliðið sumar að skipa sérstaka þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að koma með heildstæðar tillögur að endurskipulagningu á fjármálakerfinu. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins var ákveðið af ráðherranefndinni að Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan sem hafði veitt stjórnvöldum umfangsmikla ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008, myndi stýra vinnu nefndarinnar. Bjarna Benediktssyni, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, var falið að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar. Aldrei varð hins vegar af því að nefndin tæki til starfa. Markaðurinn leitaði eftir svörum af hverju það stafaði, bæði frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna, og fjármálaráðuneytinu, en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Ráðherranefnd um efnahagsmál var á þessum tíma skipuð auk Bjarna, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi forsætisráðherra, Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert ráð fyrir því að nefndin myndi í störfum sínum meðal annars vinna tillögur að uppstokkun á bönkunum í því skyni að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kerfislægri áhættu. Þá átti hún að koma með tillögur um hvort æskilegt væri að ríkið færi til framtíðar með eignarhald á bönkunum, hvort sem það væri í formi ráðandi eignarhlutar eða sem eigandi alls hlutafjár í einum banka. Íslenska ríkið á sem kunnugt er Íslandsbanka og Landsbankann auk 13 prósenta hlutar í Arion banka. Afkomuskiptasamningur sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa Kaupþings á sínum tíma þýðir jafnframt að ríkið mun fá í sinn hlut að langstærstum hluta söluandvirði Arion banka þegar Kaupþing selur sinn hlut í bankanum.Michael Ridley er sem fyrr segir vel kunnugur Íslandi. Hann fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna. Fjárfestingabankinn og ráðgjafar hans gegndu í kjölfarið lykilhlutverki við að aðstoða Seðlabankann að koma greiðslumiðlun Íslands við útlönd í eðlilegt horf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira