Arnór Atlason, Janus Daði og félagar í Aalborg tóku á móti Celje í meistaradeildinni í dag en bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni og voru því í leit að sínum fyrsta sigri.
Í fyrri hálfleiknum voru það Celje sem að voru oftar yfir og komust meðal annars í 3-7 snemma leiks. Leikurinn jafnaðist síðan út þegar leið á.
Í seinni hálfleiknum tóku Aalborg völdin og voru með forystuna framan að. Þegar skammt var til leikskola var staðan hnífjöfn og leikurinn æsispennandi og þá sýndu þeir dönsku styrk sinn og unnu leikinn að lokum 32-30. Janus Daði skoraði tvö mörk í leiknum á meðan Arnór Atlason skoraði ekkert.
Eftir leikinn er Aalborg komið í 4. sætið í B-riðli á meðan Celje vermir botnsætið.
Aalborg með sigur á Celje
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið




Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti