Slegist um lóðir í Reykjanesbæ Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjanesbæ á næstu tólf árum. vísir/gva Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira