Skotsilfur Markaðarins: Þögn WOW air Ritstjórn Markaðarins skrifar 20. október 2017 11:30 Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira