Fimmtíu störf í uppnámi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2017 19:37 Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka liggja niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka liggja niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira