„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. apríl 2017 19:00 Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“ Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira