Stalín á Google Frosti Logason skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði frá hægri og vinstri vængnum. Eins dapurlega og það nú kann að hljóma. Að rýna í tölfræði og greina munstur úr upplýsingum er allt í einu orðið ægilegt tabú. Meira að segja hjá frjálslyndum alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem einmitt sérhæfa sig í því að rýna í tölur og greina munstur. Það segir okkur að undir niðri kraumar eitthvað í tíðaranda okkar sem líklega á eftir að gjósa upp á yfirborðið með miklum hvelli. Tæknirisinn Google hefur innan sinna raða mikið af framsæknu og hæfu starfsfólki. Einn úr hópi þeirra velti fyrir sér í minnisblaði nýverið hvers vegna færri konur réðust í störf forritara. Benti hann á að fyrir því væru hugsanlega einhverjar aðrar og eðlilegri skýringar en hin vinsæla kúgun feðraveldisins. Vísaði hann í nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á að mismunandi áhugi kynjanna á ólíkum störfum að meðaltali gæti tengst líffræðilegum þáttum. Þrátt fyrir nokkuð ítarleg gögn og auðsannanleg vísindi á bak við þessa tilgátu verður allt vitlaust. Réttlætisriddarar stökkva fram og urða yfir starfsmanninn í netheimum. Honum er að vísu ekki svarað á nokkurn hátt með málefnalegum rökum en hann er úthrópaður sem karlremba og kvenhatari. Íslenskir baráttumenn fyrir bættara samfélagi gera sig breiða í kommentakerfum og segja manninn mega fara norður og niður og hann eigi ekkert skilið annað en brottrekstur. Og þeim verður að sjálfsögðu að ósk sinni. Enda voru Stalín og Maó líka miklir baráttumenn fyrir bættara samfélagi, þó þeir hafi hvorki verið Píratar né félagar í Jæjahópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði frá hægri og vinstri vængnum. Eins dapurlega og það nú kann að hljóma. Að rýna í tölfræði og greina munstur úr upplýsingum er allt í einu orðið ægilegt tabú. Meira að segja hjá frjálslyndum alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem einmitt sérhæfa sig í því að rýna í tölur og greina munstur. Það segir okkur að undir niðri kraumar eitthvað í tíðaranda okkar sem líklega á eftir að gjósa upp á yfirborðið með miklum hvelli. Tæknirisinn Google hefur innan sinna raða mikið af framsæknu og hæfu starfsfólki. Einn úr hópi þeirra velti fyrir sér í minnisblaði nýverið hvers vegna færri konur réðust í störf forritara. Benti hann á að fyrir því væru hugsanlega einhverjar aðrar og eðlilegri skýringar en hin vinsæla kúgun feðraveldisins. Vísaði hann í nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á að mismunandi áhugi kynjanna á ólíkum störfum að meðaltali gæti tengst líffræðilegum þáttum. Þrátt fyrir nokkuð ítarleg gögn og auðsannanleg vísindi á bak við þessa tilgátu verður allt vitlaust. Réttlætisriddarar stökkva fram og urða yfir starfsmanninn í netheimum. Honum er að vísu ekki svarað á nokkurn hátt með málefnalegum rökum en hann er úthrópaður sem karlremba og kvenhatari. Íslenskir baráttumenn fyrir bættara samfélagi gera sig breiða í kommentakerfum og segja manninn mega fara norður og niður og hann eigi ekkert skilið annað en brottrekstur. Og þeim verður að sjálfsögðu að ósk sinni. Enda voru Stalín og Maó líka miklir baráttumenn fyrir bættara samfélagi, þó þeir hafi hvorki verið Píratar né félagar í Jæjahópnum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun