Segir fjárfesta geta flýtt fyrir uppbyggingu vega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA Vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur ekki verið fylgt nægjanlega eftir með viðhaldi og nýjum fjárfestingum í vegakerfinu, að mati Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Hann segir stjórnvöld verða að skoða með opnum hug aðkomu einkaaðila að fjármögnun og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Einkaaðilar, hvort sem er lífeyrissjóðir eða einkafjárfestar, geti komið að stórum framkvæmdum sem taldar eru þjóðhagslega arðvænar og flýtt þannig fyrir uppbyggingunni. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hafa fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, sýnt því áhuga að koma að fjármagnsfrekum samgönguframkvæmdum í kringum höfuðborgarsvæðið, til að mynda Sundabraut og nýjum Hvalfjarðargöngum. Í samtali við blaðið segir Ingólfur að fjárfestingar hins opinbera á sviði vegasamgangna hafi verið um 1,0 prósent af landsframleiðslu í fyrra. Hlutfallið hafi verið mjög lágt síðustu sex árin eða að jafnaði um 0,9 prósent. Til samanburðar hafi meðaltal fjárfestinga hins opinbera á þessu sviði verið 1,6 prósent af landsframleiðslu tvo áratugina þar á undan. „Við höfum bætt verulega í flugsamgöngur og fjárfest af myndarskap í bifreiðum, svo dæmi séu tekin, en fjárfestingar í vegasamgöngum hafa algjörlega setið á hakanum. Við verðum að bæta úr því ef því ætlum að tryggja sem best umferðaröryggi og byggja undir ferðaþjónustu þar sem ferðamenn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörf í innviðum Ríkið getur ekki sinnt allri þörfinni Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóða hefur rætt við núverandi og síðustu ríkisstjórn um mögulega aðkomu að innviðafjárfestingum. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. 28. júní 2017 09:00 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur ekki verið fylgt nægjanlega eftir með viðhaldi og nýjum fjárfestingum í vegakerfinu, að mati Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Hann segir stjórnvöld verða að skoða með opnum hug aðkomu einkaaðila að fjármögnun og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Einkaaðilar, hvort sem er lífeyrissjóðir eða einkafjárfestar, geti komið að stórum framkvæmdum sem taldar eru þjóðhagslega arðvænar og flýtt þannig fyrir uppbyggingunni. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hafa fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, sýnt því áhuga að koma að fjármagnsfrekum samgönguframkvæmdum í kringum höfuðborgarsvæðið, til að mynda Sundabraut og nýjum Hvalfjarðargöngum. Í samtali við blaðið segir Ingólfur að fjárfestingar hins opinbera á sviði vegasamgangna hafi verið um 1,0 prósent af landsframleiðslu í fyrra. Hlutfallið hafi verið mjög lágt síðustu sex árin eða að jafnaði um 0,9 prósent. Til samanburðar hafi meðaltal fjárfestinga hins opinbera á þessu sviði verið 1,6 prósent af landsframleiðslu tvo áratugina þar á undan. „Við höfum bætt verulega í flugsamgöngur og fjárfest af myndarskap í bifreiðum, svo dæmi séu tekin, en fjárfestingar í vegasamgöngum hafa algjörlega setið á hakanum. Við verðum að bæta úr því ef því ætlum að tryggja sem best umferðaröryggi og byggja undir ferðaþjónustu þar sem ferðamenn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörf í innviðum Ríkið getur ekki sinnt allri þörfinni Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóða hefur rætt við núverandi og síðustu ríkisstjórn um mögulega aðkomu að innviðafjárfestingum. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. 28. júní 2017 09:00 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörf í innviðum Ríkið getur ekki sinnt allri þörfinni Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóða hefur rætt við núverandi og síðustu ríkisstjórn um mögulega aðkomu að innviðafjárfestingum. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir ríkið ekki hafa bolmagn til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. 28. júní 2017 09:00
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent