VÍS tapar 278 milljónum króna Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:19 Tap VÍS á þriðja fjórðungi skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingarstarfsemi félagsins. vísir/anton brink Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstæðri þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá VÍS en þar segir einnig að félagið hafi gjaldfært hjá sér 112 milljónir í kostnað vegna skipulagsbreytinga sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Fólust þær meðal annars í að framkvæmdastjórum var fækkað úr 6 í 4 og stjórnendum úr 33 í 26. Tekjur af iðgjöldum VÍS hækkuðu um tæplega 12 prósent á milli ára og námu samtals 5.350 milljónum á þriðja fjórðungi. Samsetta hlutfallið batnaði einnig á sama tíma og var 94,6 prósent borið saman við 97,2 prósent á sama tímabili fyrir ári. Sé litið til afkomu VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins þá jókst hagnaður félagsins um liðlega 240 milljónir og var 829 milljónir. Hins vegar jókst að sama skapi tap af fjárfestingastarfsemi nokkuð á milli ára og var tæplega 500 milljónir á tímabilinu. Í tilkynningu er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að þriðji fjórðungur félagsins hafi verið kaflaskiptur. „Við erum annars vegar að sjá áframhald á jákvæðri þróun í afkomu af vátryggingarekstri og samsett hlutfall upp á 95,1% það sem af er ári. Afkoman af fjárfestingastarfseminni er hins vegar óviðunandi, sem skýrist aðallega af óhagstæðri þróun á hlutabréfamarkaði. Nýlega réðumst við í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að leiðarljósi að einfalda okkar rekstur og gera okkur enn betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við sjáum mikil tækifæri í stafrænum lausnum og endurspegla breytingar í skipuriti m.a. þær áherslur.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstæðri þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá VÍS en þar segir einnig að félagið hafi gjaldfært hjá sér 112 milljónir í kostnað vegna skipulagsbreytinga sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Fólust þær meðal annars í að framkvæmdastjórum var fækkað úr 6 í 4 og stjórnendum úr 33 í 26. Tekjur af iðgjöldum VÍS hækkuðu um tæplega 12 prósent á milli ára og námu samtals 5.350 milljónum á þriðja fjórðungi. Samsetta hlutfallið batnaði einnig á sama tíma og var 94,6 prósent borið saman við 97,2 prósent á sama tímabili fyrir ári. Sé litið til afkomu VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins þá jókst hagnaður félagsins um liðlega 240 milljónir og var 829 milljónir. Hins vegar jókst að sama skapi tap af fjárfestingastarfsemi nokkuð á milli ára og var tæplega 500 milljónir á tímabilinu. Í tilkynningu er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að þriðji fjórðungur félagsins hafi verið kaflaskiptur. „Við erum annars vegar að sjá áframhald á jákvæðri þróun í afkomu af vátryggingarekstri og samsett hlutfall upp á 95,1% það sem af er ári. Afkoman af fjárfestingastarfseminni er hins vegar óviðunandi, sem skýrist aðallega af óhagstæðri þróun á hlutabréfamarkaði. Nýlega réðumst við í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að leiðarljósi að einfalda okkar rekstur og gera okkur enn betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við sjáum mikil tækifæri í stafrænum lausnum og endurspegla breytingar í skipuriti m.a. þær áherslur.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira