Jafn leikvöllur Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2017 11:00 Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira