Körfubolti

Charlotte Hornets unnu óvæntan sigur á Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Dwight Howard
Dwight Howard vísir/getty
Charlotte Hornets vann óvæntan sigur á Golden State Warriors í nótt 111-100 en Dwight Howard skoraði 29 stig í leiknum.

Liðsmenn Hornets byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 32-29. Golden State sótti í sig veðrið þegar líða fór á leikinn og jöfnuðu leikinn fyrir leikhlé 53-53.

Í seinni hálfleiknum spilaði Dwight Howard virkilega vel og var lykilmaðurinn í sigri Hornets en ásamt því að skora 29 stig þá tók hann 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þetta var aðeins þriðji útisigur Charlotte Hornets á leiktíðinni.

LA Clippers unnu sigur á nágrönnum sínum í LA Lakers, 106-124, þar sem Blake Griffin var stigahæstur fyrir Clippers með 24 stig en Jordan Clarkson var stigahæstur fyrir Lakers með 20 stig.

Úrslit næturinnar:

Wizards 121-103 Rockets

Raptors 111-108 Hawks

Heat 87-111 Nets

Bulls 119-107 Pacers

Pelicans 120-128 Mavericks

Thunder 95-97 Bucks

Kings 101-111 Suns

Warriors 100-111 Hornets

Lakers 106-121 Clippers

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Charlotte Hornets.

NBA

Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma hjá Boston | Myndbönd

Boston sýndi ótrúlega seiglu í nótt er liðið kom til baka gegn Houston eftir að hafa verið 26 stigum undir í leiknum. Boston vann leikinn með einu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×