Hvert fór hún? Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun