Breytt landslag Stjórnarmaðurinn skrifar 23. desember 2017 11:00 Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta stærsta gagnsókn hefðbundins fjölmiðlafyrirtækis gegn nýmiðlunum til þessa. Disney er að hasla sér völl gegn aðilum á borð við Netflix sem byggja veldi sitt á framleiðslu á eigin efni sem þeir streyma gegnum internetið. Raunar fylgir sögunni að Disney líti einnig á bæði Facebook og YouTube sem keppinauta. Það gefur góða vísbendingu um þankagang þeirra sem stýra Disney-skútunni. Með í kaupunum fylgir fjöldinn allur af kvikmynda- og sjónvarpsstúdíóum, sem framleiða allt frá Hollywood-stórmyndum, þáttaröðum eins og Simpsons og bresku efni á borð við Broadchurch. Hlutur Fox í efnisveitunni Hulu fylgir með en einnig hefur verið gefið út að Disney ætli að setja á laggirnar tvær streymiþjónustur til viðbótar. Skilaboðin eru skýr. Disney ætlar að eiga bæði efnið og dreifileiðina. Þessu til viðbótar á Fox tæplega 40% í breska sjónvarpsrisanum Sky, og hefur gert yfirtökutilboð í það sem upp á vantar. Innan Sky er sennilega mesta sérþekking á íþróttaefni sem fyrirfinnst. Líklegt er að Sky ætli sér stóra hluti á því sviði einnig. Í öðru lagi þá er merkilegt að bera kaup Disney á Fox saman við nýleg kaup Vodafone á sjónvarps- og fjarskiptarekstri 365 miðla hér á landi. Þar er hugsunin vafalaust svipuð þeirri hjá Disney, en gott að sjá að innlendir aðilar virðast fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Athyglisvert verður að fylgjast með stjórnendum Vodafone kynna kaupin betur fyrir markaðnum á nýju ári. Loks marka kaup Disney á Fox þáttaskil á breskum og bandarískum markaði að því leyti að Rupert Murdoch, sem verið hefur valdamesti maður heims að sumra mati gegnum eignarhald sitt á fjölmiðlum, dregur nú verulega úr umsvifum sínum. Murdoch hefur iðulega verið réttum megin sögunnar þegar kemur að sviptingum á fjölmiðlamarkaði og því veit á gott fyrir Disney að hann verði nú meðal stærstu eigenda sameinaðs félags. Murdoch veit sínu viti hvað sem mönnum kann að finnast um hann að öðru leyti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta stærsta gagnsókn hefðbundins fjölmiðlafyrirtækis gegn nýmiðlunum til þessa. Disney er að hasla sér völl gegn aðilum á borð við Netflix sem byggja veldi sitt á framleiðslu á eigin efni sem þeir streyma gegnum internetið. Raunar fylgir sögunni að Disney líti einnig á bæði Facebook og YouTube sem keppinauta. Það gefur góða vísbendingu um þankagang þeirra sem stýra Disney-skútunni. Með í kaupunum fylgir fjöldinn allur af kvikmynda- og sjónvarpsstúdíóum, sem framleiða allt frá Hollywood-stórmyndum, þáttaröðum eins og Simpsons og bresku efni á borð við Broadchurch. Hlutur Fox í efnisveitunni Hulu fylgir með en einnig hefur verið gefið út að Disney ætli að setja á laggirnar tvær streymiþjónustur til viðbótar. Skilaboðin eru skýr. Disney ætlar að eiga bæði efnið og dreifileiðina. Þessu til viðbótar á Fox tæplega 40% í breska sjónvarpsrisanum Sky, og hefur gert yfirtökutilboð í það sem upp á vantar. Innan Sky er sennilega mesta sérþekking á íþróttaefni sem fyrirfinnst. Líklegt er að Sky ætli sér stóra hluti á því sviði einnig. Í öðru lagi þá er merkilegt að bera kaup Disney á Fox saman við nýleg kaup Vodafone á sjónvarps- og fjarskiptarekstri 365 miðla hér á landi. Þar er hugsunin vafalaust svipuð þeirri hjá Disney, en gott að sjá að innlendir aðilar virðast fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Athyglisvert verður að fylgjast með stjórnendum Vodafone kynna kaupin betur fyrir markaðnum á nýju ári. Loks marka kaup Disney á Fox þáttaskil á breskum og bandarískum markaði að því leyti að Rupert Murdoch, sem verið hefur valdamesti maður heims að sumra mati gegnum eignarhald sitt á fjölmiðlum, dregur nú verulega úr umsvifum sínum. Murdoch hefur iðulega verið réttum megin sögunnar þegar kemur að sviptingum á fjölmiðlamarkaði og því veit á gott fyrir Disney að hann verði nú meðal stærstu eigenda sameinaðs félags. Murdoch veit sínu viti hvað sem mönnum kann að finnast um hann að öðru leyti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira