Erlent

Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump hefur sagt að konur sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni séu að ljúga. Engu að síður kom fram upptaka af honum í fyrra þar sem hann gortaði sig af því að geta áreitt konur í krafti frægðar sinnar.
Trump hefur sagt að konur sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni séu að ljúga. Engu að síður kom fram upptaka af honum í fyrra þar sem hann gortaði sig af því að geta áreitt konur í krafti frægðar sinnar. Vísir/AFP

Þrjár konur sem hafa sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni krefjast þess að Bandaríkjaþing rannsaki framferði Trump. Þær telja að andrúmsloftið í samfélaginu sé annað nú en þegar þær sögðu fyrst frá áreitni Trump.



Jessica Leeds, Samantha Holvey og Rachel Crooks ræddu um ásakanirnar á NBC-sjónvarpsstöðinni en þær hyggjast halda blaðamannafund síðar í dag. Þær stigu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra en Trump sakaði þær um að ljúga upp á sig.



Konurnar vísuðu til fjölda frásagna sem hafa komið fram síðustu vikur um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna um hvers vegna þær kysu að ítreka ásakanir sínar gegn Trump nú, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.



„Umhverfið er annað. Reynum aftur,“ segir Holvey.



Þær saka Trump meðal annars hafa reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra, káfað á þeim og gert þeim óviðeigandi tilboð.



Hvíta húsið hefur hafnað ásökunum kvennanna og tortryggir tímasetningu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×