Kaleo mest gúgglaðir Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:45 Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn. Vísir/stefán Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira