Úti er Evrópuævintýri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir FH. vísir/anton bjarni Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45
Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40