Úti er Evrópuævintýri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir FH. vísir/anton bjarni Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45
Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40