Úti er Evrópuævintýri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir FH. vísir/anton bjarni Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45
Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40