Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Birgir Olgeirsson skrifar 4. desember 2017 15:16 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Vísir/GVA Neytendastofa hefur sektað Gagnaveituna um hálfa milljón króna vegna ummæla um fjarskiptafyrirtækið Símann. Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna greinar framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar, Erlings Freys Guðmundssonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember í fyrra. Í greininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna og að framkvæmdastjórinn kæmi fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi að ummælin væru ófullnægjandi og ósanngjörn gagnvart Símanum og að þau brytu gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Var Gagnaveitunni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti. Þar sem Gagnaveitan hafði áður brotið gegn ákvæðum laganna með sambærilegum hætti gagnvart Símanum taldi Neytendastofa tilefni til að beita sektum í samræmi við heimildir laganna. Var Gagnaveitan því sektuð um 500.000 kr. vegna viðskiptaháttanna. Neytendastofa bendir á að fyrirtækjum er ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en með lögum eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða að vegið sé að keppinautum. Gagnaveitan og Síminn deildu um hvort að Guðmundur hefði verið að láta í ljós sína persónulega skoðun eða hvort að greinin hafi verið sett fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Í úrskurði sínum benti Neytendastofa á að félög geti eðli málsins samkvæmt ekki tjáð sig sjálf, heldur fellur það í hlut fyrirsvarsmanna og stjórnenda þeirra að tjá sig fyrir þeirra hönd. Neytendastofa fékk ekki séð að vísun Guðmundar í greininni til okurs, áhrifa á kennsluhætti og skólastarf, forneskju í gagnaflutningum, hindrun þróunar atvinnu- og viðskiptahátta og uppgötvun ljósleiðara hafi verið til annars ætluð en að kasta rýrð á Símann. Ákvað Neytendastofa að banna Gagnaveitunni að birta neðangreindar fullyrðingar: „Gagnaflutningur hjá Landssímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta.“ „Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans.“ „Síminn sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni.“ „Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.“ Erling segist í tilkynningu íhuga að skjóta ákvörðun Neytendastofu til kærunefndar. „Í öllum störfum mínum hef ég kappkostað að starfa af heilindum og að koma heiðarlega fram bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila. Ég vil að sjálfsögðu eiga farsæl samskipti við alla aðila á fjarskiptamarkaði.“Uppfært klukkan 16:05 með yfirlýsingu Erlings Freys að neðanNú hefur Neytendastofa tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir aðsendri grein sem ég skrifaði fyrir rúmu ári og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Ákvörðunin byggir á því að greinin sé auglýsing fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og að fjögur efnisatriði í henni kasti rýrð á eiganda samkeppnisaðila Gagnaveitu Reykjavíkur.Mér þykir það miður að forstjóri Símans upplifi greinina sem atlögu að Símanum. Síminn er eigandi okkar helsta samkeppnisaðila, Mílu, sem er stærsta fjarskiptainnviðafyrirtæki Íslands. Við viljum auðvitað eiga í faglegu sambandi við Símann og Mílu þrátt fyrir samkeppnina. Ég er nú að meta næstu skref en það er hægt að skjóta ákvörðuninni til kærunefndar.Í öllum störfum mínum hef ég kappkostað að starfa af heilindum og að koma heiðarlega fram bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila. Ég vil að sjálfsögðu eiga farsæl samskipti við alla aðila á fjarskiptamarkaði.Erling Freyr Guðmundssonframkvæmdastjóri Tengdar fréttir Heilbrigð samkeppni Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. 16. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Neytendastofa hefur sektað Gagnaveituna um hálfa milljón króna vegna ummæla um fjarskiptafyrirtækið Símann. Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna greinar framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar, Erlings Freys Guðmundssonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember í fyrra. Í greininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna og að framkvæmdastjórinn kæmi fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi að ummælin væru ófullnægjandi og ósanngjörn gagnvart Símanum og að þau brytu gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Var Gagnaveitunni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti. Þar sem Gagnaveitan hafði áður brotið gegn ákvæðum laganna með sambærilegum hætti gagnvart Símanum taldi Neytendastofa tilefni til að beita sektum í samræmi við heimildir laganna. Var Gagnaveitan því sektuð um 500.000 kr. vegna viðskiptaháttanna. Neytendastofa bendir á að fyrirtækjum er ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en með lögum eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða að vegið sé að keppinautum. Gagnaveitan og Síminn deildu um hvort að Guðmundur hefði verið að láta í ljós sína persónulega skoðun eða hvort að greinin hafi verið sett fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Í úrskurði sínum benti Neytendastofa á að félög geti eðli málsins samkvæmt ekki tjáð sig sjálf, heldur fellur það í hlut fyrirsvarsmanna og stjórnenda þeirra að tjá sig fyrir þeirra hönd. Neytendastofa fékk ekki séð að vísun Guðmundar í greininni til okurs, áhrifa á kennsluhætti og skólastarf, forneskju í gagnaflutningum, hindrun þróunar atvinnu- og viðskiptahátta og uppgötvun ljósleiðara hafi verið til annars ætluð en að kasta rýrð á Símann. Ákvað Neytendastofa að banna Gagnaveitunni að birta neðangreindar fullyrðingar: „Gagnaflutningur hjá Landssímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta.“ „Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans.“ „Síminn sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni.“ „Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.“ Erling segist í tilkynningu íhuga að skjóta ákvörðun Neytendastofu til kærunefndar. „Í öllum störfum mínum hef ég kappkostað að starfa af heilindum og að koma heiðarlega fram bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila. Ég vil að sjálfsögðu eiga farsæl samskipti við alla aðila á fjarskiptamarkaði.“Uppfært klukkan 16:05 með yfirlýsingu Erlings Freys að neðanNú hefur Neytendastofa tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir aðsendri grein sem ég skrifaði fyrir rúmu ári og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Ákvörðunin byggir á því að greinin sé auglýsing fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og að fjögur efnisatriði í henni kasti rýrð á eiganda samkeppnisaðila Gagnaveitu Reykjavíkur.Mér þykir það miður að forstjóri Símans upplifi greinina sem atlögu að Símanum. Síminn er eigandi okkar helsta samkeppnisaðila, Mílu, sem er stærsta fjarskiptainnviðafyrirtæki Íslands. Við viljum auðvitað eiga í faglegu sambandi við Símann og Mílu þrátt fyrir samkeppnina. Ég er nú að meta næstu skref en það er hægt að skjóta ákvörðuninni til kærunefndar.Í öllum störfum mínum hef ég kappkostað að starfa af heilindum og að koma heiðarlega fram bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila. Ég vil að sjálfsögðu eiga farsæl samskipti við alla aðila á fjarskiptamarkaði.Erling Freyr Guðmundssonframkvæmdastjóri
Tengdar fréttir Heilbrigð samkeppni Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. 16. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heilbrigð samkeppni Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. 16. nóvember 2016 07:00