Icelandair Hótel Vík stækkar við sig: „Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 12:17 Drög að viðbyggingunni. Hún verður í austurhluta hússins. Icelandair hótel vík „Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
„Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira