Nýr búnaður fyrirbyggir meiðsli á sjó Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Stofnendur Hefringar ehf. Frá vinstri: Kári Logason þróunarstjóri, Björn Jónsson framkvæmdastjóri og Karl Birgir Björnsson, sölu- og markaðsstjóri. Þeir ætla að leita eftir fjárfestum til að starfa með. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson Sprotafyrirtækið Hefring hefur sótt um einkaleyfi á byltingarkenndri tækni sem getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum. Um er að ræða búnað sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs; býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er. Segja má að með óbeinum hætti mildi hann höggin og tjónið sem kann að hljótast af því þegar bátur skellur á úfnum sjó. Viðskiptafræðingurinn Björn Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að því standa þrír starfsmenn Rafnars ehf., fyrirtækis sem í rúman áratug hefur unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum. Auk Björns eru það Karl Birgir Björnsson og Kári Logason sem að Hefringu standa, en nafnið merkir rísandi alda og á rætur í norrænni goðafræði. Björn segir að hugmyndin hafi verið að gerjast í þeim undanfarin ár, enda hafi reglulega borist fréttir af slysum, jafnvel hryggbrotum, sem orðið hafa um borð í bátum á sjó. Nú sé vinnan komin á þann stað að búið sé að leggja inn einkaleyfisumsókn og hanna fyrstu frumtýpur. Búnaðurinn virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsingunum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. „Markmiðið með þessu er að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Þá er þetta til þess fallið að draga úr álagi á vélbúnað báta,“ segir hann en til lengri tíma mætti þannig draga úr viðhaldskostnaði.Hér má sjá frumtýpu af búnaðinum. Rauður skjár táknar að hætta á meiðslum vegna sjólags sé mikil. Mynd/Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. Hann segir að evrópskar rannsóknir sýni að innan við helmingur slysa um borð í bátum sé tilkynntur. Björn segir að búið sé að prófa búnaðinn og að ljóst sé að hann virki. Hann gefi skipstjórnanda skýrar upplýsingar um það hvenær rétt sé að slá af. Tæknin verður kynnt næsta vor en Björn vonast til að hægt verði að koma á samstarfi, við háskóla, um þróun á búnaðinum. Tæknin verður kynnt Samgöngustofu, sjóslysanefnd, tryggingafélögum og rekstraraðilum báta á næstunni. Björn bindur vonir við að á síðari stigum málsins, þegar alþjóðlegt einkaleyfi liggi fyrir, muni Hefring leita að fjárfestum til að starfa með. Hann segir að fyrirtækið sé lítið dæmi um hvernig nýsköpun getur sprottið af annarri nýsköpun, sem er Rafnar í þessu tilviki. Hann lofar Össur Kristinsson, eiganda Rafnars, og segir hann hafa skapað hvetjandi umhverfi fyrir sprotastarfsemi. Hann kallar jafnframt á að ný ríkisstjórn sinni nýsköpun og geri Ísland að ákjósanlegum stað fyrir starfsemi slíkra fyrirtækja. Björn segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Öllum líst vel á þetta. Það er verið að taka á stóru vandamáli sem þessi slys eru,“ segir hann og bendir á að slysatíðni meðal starfsfólks í skipum í strandgæslu og öðrum greinum sé margföld á við slysatíðni meðal starfsfólks í landi. „Rafnar gæti dregið úr slysahættu með því að framleiða báta sem búnir eru þessum búnaði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sprotafyrirtækið Hefring hefur sótt um einkaleyfi á byltingarkenndri tækni sem getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum. Um er að ræða búnað sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs; býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er. Segja má að með óbeinum hætti mildi hann höggin og tjónið sem kann að hljótast af því þegar bátur skellur á úfnum sjó. Viðskiptafræðingurinn Björn Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að því standa þrír starfsmenn Rafnars ehf., fyrirtækis sem í rúman áratug hefur unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum. Auk Björns eru það Karl Birgir Björnsson og Kári Logason sem að Hefringu standa, en nafnið merkir rísandi alda og á rætur í norrænni goðafræði. Björn segir að hugmyndin hafi verið að gerjast í þeim undanfarin ár, enda hafi reglulega borist fréttir af slysum, jafnvel hryggbrotum, sem orðið hafa um borð í bátum á sjó. Nú sé vinnan komin á þann stað að búið sé að leggja inn einkaleyfisumsókn og hanna fyrstu frumtýpur. Búnaðurinn virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsingunum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. „Markmiðið með þessu er að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Þá er þetta til þess fallið að draga úr álagi á vélbúnað báta,“ segir hann en til lengri tíma mætti þannig draga úr viðhaldskostnaði.Hér má sjá frumtýpu af búnaðinum. Rauður skjár táknar að hætta á meiðslum vegna sjólags sé mikil. Mynd/Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. Hann segir að evrópskar rannsóknir sýni að innan við helmingur slysa um borð í bátum sé tilkynntur. Björn segir að búið sé að prófa búnaðinn og að ljóst sé að hann virki. Hann gefi skipstjórnanda skýrar upplýsingar um það hvenær rétt sé að slá af. Tæknin verður kynnt næsta vor en Björn vonast til að hægt verði að koma á samstarfi, við háskóla, um þróun á búnaðinum. Tæknin verður kynnt Samgöngustofu, sjóslysanefnd, tryggingafélögum og rekstraraðilum báta á næstunni. Björn bindur vonir við að á síðari stigum málsins, þegar alþjóðlegt einkaleyfi liggi fyrir, muni Hefring leita að fjárfestum til að starfa með. Hann segir að fyrirtækið sé lítið dæmi um hvernig nýsköpun getur sprottið af annarri nýsköpun, sem er Rafnar í þessu tilviki. Hann lofar Össur Kristinsson, eiganda Rafnars, og segir hann hafa skapað hvetjandi umhverfi fyrir sprotastarfsemi. Hann kallar jafnframt á að ný ríkisstjórn sinni nýsköpun og geri Ísland að ákjósanlegum stað fyrir starfsemi slíkra fyrirtækja. Björn segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Öllum líst vel á þetta. Það er verið að taka á stóru vandamáli sem þessi slys eru,“ segir hann og bendir á að slysatíðni meðal starfsfólks í skipum í strandgæslu og öðrum greinum sé margföld á við slysatíðni meðal starfsfólks í landi. „Rafnar gæti dregið úr slysahættu með því að framleiða báta sem búnir eru þessum búnaði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira