Handbolti

Stefán Rafn markahæstur er Pick fór á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stefán Rafn fagnar í leik með Pick Szeged.
Stefán Rafn fagnar í leik með Pick Szeged.
Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik í liði Pick Szeged sem valtaði yfir Dabas í ungersku úrvalsdeildinni í handbolta.

Stefán Rafn skoraði átta mörk og var markahæstur í liði Pick Szeged sem sigraði 39-21.

Með sigrinum fór liðið á topp deildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki.

Stórlið Veszprem er tveimur stigum á eftir í öðru sætinu, en liðið á þrjá leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×