Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 09:00 Mynd úr verslun Kraums í Aðalstræti 10 en hún flutti árið 2016. vísir/ernir Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar. Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar.
Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02