Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 09:00 Mynd úr verslun Kraums í Aðalstræti 10 en hún flutti árið 2016. vísir/ernir Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar. Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar.
Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02