Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30