Gera ráð fyrir 4 prósent meðalhagvexti út 2020 Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. nóvember 2017 08:46 Þjóðhagur er ársrit Landsbankans. Vísir/rósa Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur þessa árs verði 5,5 prósent og að hann muni haldast jákvæður út árið 2020. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti Landsbankans, sem kynnt var á fundi í Hörpu í morgun. Þar var þjóðhags- og verðbólguspá hagfræðideildar bankans einnig kynnt fyrir árin 2017-2020. Samkvæmt spánni verður árlegur hagvöxtur á tímabilinu um 4 prósent að meðaltali en efnahagsaðstæður hér á landi eru örlítið frábrugðnar en í öðrum ríkjum. Sterk staða hagkerfisins skýrist meðal annars af af gríðarlega hröðum vexti ferðaþjónustunnar frá árinu 2011, sterkri stöðu heimila, fyrirtækja og bankakerfisins eftir róttæka aðlögun í kjölfar bankahrunsins.Fasteignaverð hækkar en hægir þó á sérSamkvæmt upplýsingum Þjóðskrár um fasteignaverð í október hefur verð á fjölbýli hækkað um 17 prósent á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 19 prósent. Heildarhækkunin nemur 17,6 prósentum. Hækkun fasteignaverðs heldur áfram og eykst með töluvert meiri hraða en kaupmáttaraukning. Raunverð fasteigna náði 20 prósenta hækkun frá október 2016 til október 2017 á sama tíma og kaupmáttur jókst um 5 til 6 prósent. Það er spá hagfræðideildar Landsbankans að hækkun fasteignaverðs verði 8,5 prósent árið 2018, 7 prósent 2019 og 6 prósent 2020. Töluvert hefur verið rætt um uppsafnaða þörf í byggingum nýrra íbúða. Í spánni er gert ráð fyrir 28 prósent aukningu á íbúðafjárfestingu í ár, 20 prósent aukningu á næsta ári, 15 prósent aukningu á árinu 2019 og 10 prósent á árinu 2020. Gangi þessi spá eftir mun íbúðafjárfesting fara yfir 5 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2019. Íbúðaverð hefur hækkað mikið umfram byggingarkostnað í þónokkurn tíma. Það hefur því sjaldan verið hagstæðara að byggja, sé litið til þess samhengis, en einmitt nú.Spáin gerir ráð fyrir að það hægi á hækkun fasteignaverðs.vísir/anton brinkHrina fjárfestinga á góðu róli og hægir á útflutningsvextiJarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjór og nú. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja hefur ekki áður mælst hærra og skuldsetning undirliggjandi rekstrar er lítil. Fjárfestingar hins opinbera munu koma til með að hækka úr 3 prósentum upp í 9 prósent í ár og 15 prósent 2019-2020. Spáin gerir ráð fyrir 8,2 prósent heildarútflutningi á þessu ári, sem mun koma til með að lækka jafnt og þétt og enda í 3,1 prósentustigi í lok spátímabils. Ferðaþjónusta mun koma til með að bera vöxtinn, en jafnframt snýr mesta óvissan að þeirri iðngrein. Framlag stóriðju til vaxtar útflutnings mun haldast jákvæð út spátímabilið á meðan framlag sjávarútvegs gæti rokkað upp og niður á milli ára. Gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti ferðaþjónustu verði helmingi meira en samanlagt útflutningsverðmæti stóriðju og áls árið 2020.Innflutningur, fjármál hins opinbera og verðbólgaVöxtur innflutnings hefur aukist undanfarin ár og nam 14,4 prósentum í fyrra. Hann mun aukast um 12,8 prósent á þessu ári en lækka út spátímabilið og enda í 4,6 prósentum. Heildarskuldir ríkissjóðs halda áfram að lækka og er reiknað með því að skuldir hans muni lækka um 75 milljarða árið 2018. Álverð stendur í fimm ára hámarki og olíuverð hefur ekki verið hærra síðan fyrir tveimur árum. Síðustu ár hafa gengi krónunnar og húsnæðiskostnaður tekist á í verðbólguþróuninni. Spáin gerir ráð fyrir að að verðbólga muni hækka nokkuð á næstu misserum. Þar segir að verðbólgan nái hámarki í 3,1 prósentum á fyrsta ársfjórðungi 2020, en leiti aftur í átt að verðbólgumarkmiðinu í lok spátímans. Hún mældist 1,9 prósent nú í október. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur þessa árs verði 5,5 prósent og að hann muni haldast jákvæður út árið 2020. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti Landsbankans, sem kynnt var á fundi í Hörpu í morgun. Þar var þjóðhags- og verðbólguspá hagfræðideildar bankans einnig kynnt fyrir árin 2017-2020. Samkvæmt spánni verður árlegur hagvöxtur á tímabilinu um 4 prósent að meðaltali en efnahagsaðstæður hér á landi eru örlítið frábrugðnar en í öðrum ríkjum. Sterk staða hagkerfisins skýrist meðal annars af af gríðarlega hröðum vexti ferðaþjónustunnar frá árinu 2011, sterkri stöðu heimila, fyrirtækja og bankakerfisins eftir róttæka aðlögun í kjölfar bankahrunsins.Fasteignaverð hækkar en hægir þó á sérSamkvæmt upplýsingum Þjóðskrár um fasteignaverð í október hefur verð á fjölbýli hækkað um 17 prósent á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 19 prósent. Heildarhækkunin nemur 17,6 prósentum. Hækkun fasteignaverðs heldur áfram og eykst með töluvert meiri hraða en kaupmáttaraukning. Raunverð fasteigna náði 20 prósenta hækkun frá október 2016 til október 2017 á sama tíma og kaupmáttur jókst um 5 til 6 prósent. Það er spá hagfræðideildar Landsbankans að hækkun fasteignaverðs verði 8,5 prósent árið 2018, 7 prósent 2019 og 6 prósent 2020. Töluvert hefur verið rætt um uppsafnaða þörf í byggingum nýrra íbúða. Í spánni er gert ráð fyrir 28 prósent aukningu á íbúðafjárfestingu í ár, 20 prósent aukningu á næsta ári, 15 prósent aukningu á árinu 2019 og 10 prósent á árinu 2020. Gangi þessi spá eftir mun íbúðafjárfesting fara yfir 5 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2019. Íbúðaverð hefur hækkað mikið umfram byggingarkostnað í þónokkurn tíma. Það hefur því sjaldan verið hagstæðara að byggja, sé litið til þess samhengis, en einmitt nú.Spáin gerir ráð fyrir að það hægi á hækkun fasteignaverðs.vísir/anton brinkHrina fjárfestinga á góðu róli og hægir á útflutningsvextiJarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjór og nú. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja hefur ekki áður mælst hærra og skuldsetning undirliggjandi rekstrar er lítil. Fjárfestingar hins opinbera munu koma til með að hækka úr 3 prósentum upp í 9 prósent í ár og 15 prósent 2019-2020. Spáin gerir ráð fyrir 8,2 prósent heildarútflutningi á þessu ári, sem mun koma til með að lækka jafnt og þétt og enda í 3,1 prósentustigi í lok spátímabils. Ferðaþjónusta mun koma til með að bera vöxtinn, en jafnframt snýr mesta óvissan að þeirri iðngrein. Framlag stóriðju til vaxtar útflutnings mun haldast jákvæð út spátímabilið á meðan framlag sjávarútvegs gæti rokkað upp og niður á milli ára. Gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti ferðaþjónustu verði helmingi meira en samanlagt útflutningsverðmæti stóriðju og áls árið 2020.Innflutningur, fjármál hins opinbera og verðbólgaVöxtur innflutnings hefur aukist undanfarin ár og nam 14,4 prósentum í fyrra. Hann mun aukast um 12,8 prósent á þessu ári en lækka út spátímabilið og enda í 4,6 prósentum. Heildarskuldir ríkissjóðs halda áfram að lækka og er reiknað með því að skuldir hans muni lækka um 75 milljarða árið 2018. Álverð stendur í fimm ára hámarki og olíuverð hefur ekki verið hærra síðan fyrir tveimur árum. Síðustu ár hafa gengi krónunnar og húsnæðiskostnaður tekist á í verðbólguþróuninni. Spáin gerir ráð fyrir að að verðbólga muni hækka nokkuð á næstu misserum. Þar segir að verðbólgan nái hámarki í 3,1 prósentum á fyrsta ársfjórðungi 2020, en leiti aftur í átt að verðbólgumarkmiðinu í lok spátímans. Hún mældist 1,9 prósent nú í október.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira