Staðgreiða lúxusbíla á metári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 08:00 Bilaumboðin hafa vart við að útvega Íslendingum lúxusbifreiðar í ár og landsmenn hafa meira milli handanna til bílakaupa en oft áður. vísir/GVA Rífandi sala hefur verið á dýrari lúxusbifreiðum hjá bílaumboðum hér á landi það sem af er ári. Sölustjórar segja kaupendur dýrari bíla koma með miklu meira eigið fé til viðskiptanna en í síðasta góðæri og staðgreiða fremur en að slá bílalán. Bílgreinasamband Íslands (BGS) býst við metári í bílasölu en á þriðja tug þúsunda fólksbíla hafa verið nýskráðir það sem af er ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum er um 40 prósent en bílasalar brosa út að eyrum og anna vart eftirspurn.Þó mest seldu bílar ársins það sem af er séu Toyota Yaris (721)*, Toyota Rav4 (631) og Kia Rio (574) þá gefa mun dýrari lúxusbílar þeim lítið eftir í sölutölum. BGS tók saman fjölda nýskráðra bíla til 18. nóvember eftir tegundum fyrir Fréttablaðið sem síðan fékk upplýsingar hjá umboðunum um hvaða undirtegundir væru mest seldar. Toyota Land Cruiser er gríðarvinsæll meðal Íslendinga en 479 slíkir jeppar hafa selst á árinu samkvæmt BGS. Listaverð þeirra hjá umboði er á bilinu 8,1 til 13,2 milljónir króna, allt eftir gerðum og búnaði. Mercedes-Benz fylgir þar fast á hæla með 462 selda bíla. Ásgrímur H. Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju, segir Benz-jeppana GLC og GLE þar vinsælasta. GLC kostar á bilinu 7,4 upp í 8,8 milljónir og GLE frá 8,9 milljónum upp í fimmtán. Range Rover jeppar frá Land Rover voru stöðutákn velmegunar fyrir hrun en í ár hefur Discovery-línan tekið yfir. Af 343 seldum Land Rover-bílum hafa 140 þeirra verið Land Rover Discovery Sport sem kosta á bilinu 6,3-8,9 milljónir króna hjá BL. Hundrað stykki hafa selst af stærri tegundinni, Land Rover Discovery, sem kosta frá 9,4 og upp í 15,8 milljónir. Seld hafa verið tíu stykki af stærstu tegund Range Rover sem kosta frá 18 milljónum króna. „Okkur hefur gengið vel á árinu,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. „Ég var hérna 2007 og þetta er allt annað umhverfi en þá. Lánahlutfall er afar lágt og fólk á fyrir þessu núna,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. Alls 299 Volvo-bifreiðar hafa selst á árinu en að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra Volvo, er dýrasti jeppinn, hinn glæsilegi XC90, sá mest seldi en þeir kosta frá 8,6 milljónum upp í 10,5. „Við höfum verið í erfiðleikum með að anna eftirspurn eftir XC90,“ segir Gísli og bendir á að kaupendur Volvo séu sjaldan að sækja um lán. „Þetta er góður kaupendahópur.“ Af öðrum lúxusbílum má nefna að 101 bíll af tegundinni Porsche hefur verið seldur á árinu. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir tengiltvinnútgáfu lúxusjeppans Porsche Cayenne seljast mest. Þeir jeppar kosta tæpar 11 milljónir króna. Og Benni tekur eftir breyttri kauphegðun. „Þetta var komið í vitleysu fyrir hrun en fólk virðist ekki vera að kaupa á 90 prósent lánum, maður sér það ekki í dag,“ segir Benni. Uppfært kl. 10.48 Toyota-umboðið bendir á að í tölunum sé gerður greinarmunur á Yaris og Yaris Hybrid. Talan 721 eigi við selda Yaris bensínbíla á árinu. Heildarfjöldi seldra Yaris-bifreiða á árinu sé yfir þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rífandi sala hefur verið á dýrari lúxusbifreiðum hjá bílaumboðum hér á landi það sem af er ári. Sölustjórar segja kaupendur dýrari bíla koma með miklu meira eigið fé til viðskiptanna en í síðasta góðæri og staðgreiða fremur en að slá bílalán. Bílgreinasamband Íslands (BGS) býst við metári í bílasölu en á þriðja tug þúsunda fólksbíla hafa verið nýskráðir það sem af er ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum er um 40 prósent en bílasalar brosa út að eyrum og anna vart eftirspurn.Þó mest seldu bílar ársins það sem af er séu Toyota Yaris (721)*, Toyota Rav4 (631) og Kia Rio (574) þá gefa mun dýrari lúxusbílar þeim lítið eftir í sölutölum. BGS tók saman fjölda nýskráðra bíla til 18. nóvember eftir tegundum fyrir Fréttablaðið sem síðan fékk upplýsingar hjá umboðunum um hvaða undirtegundir væru mest seldar. Toyota Land Cruiser er gríðarvinsæll meðal Íslendinga en 479 slíkir jeppar hafa selst á árinu samkvæmt BGS. Listaverð þeirra hjá umboði er á bilinu 8,1 til 13,2 milljónir króna, allt eftir gerðum og búnaði. Mercedes-Benz fylgir þar fast á hæla með 462 selda bíla. Ásgrímur H. Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju, segir Benz-jeppana GLC og GLE þar vinsælasta. GLC kostar á bilinu 7,4 upp í 8,8 milljónir og GLE frá 8,9 milljónum upp í fimmtán. Range Rover jeppar frá Land Rover voru stöðutákn velmegunar fyrir hrun en í ár hefur Discovery-línan tekið yfir. Af 343 seldum Land Rover-bílum hafa 140 þeirra verið Land Rover Discovery Sport sem kosta á bilinu 6,3-8,9 milljónir króna hjá BL. Hundrað stykki hafa selst af stærri tegundinni, Land Rover Discovery, sem kosta frá 9,4 og upp í 15,8 milljónir. Seld hafa verið tíu stykki af stærstu tegund Range Rover sem kosta frá 18 milljónum króna. „Okkur hefur gengið vel á árinu,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. „Ég var hérna 2007 og þetta er allt annað umhverfi en þá. Lánahlutfall er afar lágt og fólk á fyrir þessu núna,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. Alls 299 Volvo-bifreiðar hafa selst á árinu en að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra Volvo, er dýrasti jeppinn, hinn glæsilegi XC90, sá mest seldi en þeir kosta frá 8,6 milljónum upp í 10,5. „Við höfum verið í erfiðleikum með að anna eftirspurn eftir XC90,“ segir Gísli og bendir á að kaupendur Volvo séu sjaldan að sækja um lán. „Þetta er góður kaupendahópur.“ Af öðrum lúxusbílum má nefna að 101 bíll af tegundinni Porsche hefur verið seldur á árinu. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir tengiltvinnútgáfu lúxusjeppans Porsche Cayenne seljast mest. Þeir jeppar kosta tæpar 11 milljónir króna. Og Benni tekur eftir breyttri kauphegðun. „Þetta var komið í vitleysu fyrir hrun en fólk virðist ekki vera að kaupa á 90 prósent lánum, maður sér það ekki í dag,“ segir Benni. Uppfært kl. 10.48 Toyota-umboðið bendir á að í tölunum sé gerður greinarmunur á Yaris og Yaris Hybrid. Talan 721 eigi við selda Yaris bensínbíla á árinu. Heildarfjöldi seldra Yaris-bifreiða á árinu sé yfir þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira