Háir skattar íþyngja brugghúsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 08:00 Innlendum brugghúsum hefur fjölgað síðustu ár og vöruúrval aukist þar af leiðandi í ÁTVR. vísir/Ernir Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur