Viðskipti innlent

Skiptum lokið í 1,2 milljarða gjaldþroti verktakafyrirtækis

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gjaldþrot H150, áður Háfells, nemur rúmlega 1,2 milljörðum króna.
Gjaldþrot H150, áður Háfells, nemur rúmlega 1,2 milljörðum króna. Vísir/Daníel Rúnarsson
Gjaldþrotaskiptum er lokið í félaginu H150, sem áður hét Háfell, en engar eignir fundust upp í gjaldþrotið sem nemur rúmlega 1,2 milljarði króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en DV hefur fjallað um málið og Viðskiptablaðið greint frá.

Félagið var verktakafyrirtæki og samkvæmt frétt DV var það í eigu Skarphéðins Ómarssonar. Háfell kom að stórum verkefnum á borð við byggingu Héðinsfjarðarganga og tvöföldun Reykjanesbrautar. Félagið breytti um nafn fyrr á þessu ári og fékk úthlutað verkefni hjá Reykjavíkurborg.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 7. júní fyrr á þessu ári en skiptum á því lauk þann 21. nóvember síðastliðinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,41
64
45.393
EIK
1,14
3
14.745
ICESEA
0,47
3
5.179
HAGA
0,36
8
502.758

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,62
4
68.710
TM
-1,61
3
5.833
SJOVA
-1,56
6
30.117
BRIM
-1,3
1
30
MAREL
-1,14
17
101.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.