Vinnubann í Urriðaholti: Öryggi starfsmanna ógnað Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. nóvember 2017 16:21 Vinnubanni hefur verið komið á byggingarframkvæmdir í Mosagötu 4-12. Myndin er tekin í Urriðaholti. vísir/stefán Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Vinna hefur verið stöðvuð við uppbyggingu íbúða í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti Garðabæjar. Vinnueftirlitið fór fram á vinnubannið í kjölfar eftirlitsheimsókna fyrr í sumar og svo aftur í nóvember. Þar kom fram að starfsskilyrði væru ófullnægjandi og var því gripið til stöðvunar. Vinnueftirlitið birti skýrslugerð eftirlitsheimsóknanna á vefsíðu sinni þann 22. nóvember og mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag. Fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins að félagið sem sér um byggingarframkvæmdirnar í götunni sé Ný uppbygging ehf. Fyrsta úttekt stofnunarinnar fór fram þann 17. júlí í sumar og voru þar gerðar athugasemdir við fallvarnir á verkpöllum verktakans. Var svo metið að þær væru ófullnægjandi og ráðast þyrfti í að laga þær sem allra fyrst. Að sama skapi var gerð athugasemd við það að enga öryggis- og heilbrigðisáætlun væri að finna í tengslum við verkefnið. Ráðlagt var að greiða úr því strax. Í annarri úttekt, sem fram fór tveimur dögum síðar þann 19. júlí kom fram að fallvarnir á verkpöllum hefðu ekki verið lagfærðar. Auk þess kom þar fram að gönguleiðir og umferðaleiðir um verkstaðinn væru hættulegar. Drasl og byggingarefni væru í gangveginum og reyndist það starfsfólki hættulegt. Í þriðja lagi fór notkun borðsagar og slípirokks fram án tilskyldra öryggishlífa og var notkun þeirra bönnuð þar til úrbóta væri gripið.Unnið án öryggisfatnaðar- og hlífaÞriðja eftirlitsheimsókn fór fram þann 21. nóvember og var þar enn og aftur gerð athugasemd við fallvarnir utanhúss vinnupalla en einnig innanhúss. Aukinheldur var gerð athugasemd við hjálma- og öryggisskóleysi starfsmanna. Þá kom fram að veittur frestur til að uppfylla skilyrði Vinnueftirlitsins væri einn dagur, önnur skoðun myndi fara fram þann 22. nóvember. Degi seinna var vinnustöðvunin staðfest með úrskurði Vinnueftirlitsins. Fyrirmæli stofnunarinnar hljóma svo:„Öll vinnu er bönnuð á byggingarsvæðinu við Mosagötu 4-12, Urriðaholti, Garðabæ, þar til búið er að gera úrbætur vegna allra þeirra fyrirmæla sem Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækinu og Vinnueftirlitið hefur aflétt banninu. Þrátt fyrir bannið er heimilt að vinna að úrbótum."Framkvæmdirnar við Mosagötu eru sem fyrr segir í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða nýtt hverfi í Garðabæ sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Hverfið er í grennd við Costco, Bónus og IKEA. Lóðirnar eru í eigu Urriðalands ehf., félags Urriðaholts ehf. og Landeyjar ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Vinnueftirlitsins og aðstandendum félags Nýrrar uppbyggingar án árangurs.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira