Dýrari póstur með færri sendingum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti. vísir/ernir Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira