Dýrari póstur með færri sendingum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti. vísir/ernir Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póstburðarmanna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira