Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 15:23 Gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða. Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða.
Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34