Yngsta brugghúsið í jólabjóravertíðinni teflir fram grenibjór Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 16:45 Bjólfur er fyrsti jólabjór Austra brugghúss. Mynd/Austri Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í gær hófst sala ÁTVR á jólabjórum en undanfarin ár hefur mikil eftirvænting ríkt fyrir þeim degi. Bruggun íslenskra jólabjóra hefur færst í aukana og spretta sífellt fleiri brugghús upp sem vilja taka þátt og kynna vöru sína fyrir Íslendingum. Íslensku jólabjórarnir sækja nöfn sín yfirleitt í hluti, staði eða persónur tengdar jólunum. Vísir hafði samband við Austra brugghús sem framleiðir í fyrsta sinn jólabjór. Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra brugghúss sem stofnað var árið 2015. „Austri brugghús er hugmynd nokkurra manna á Egilsstöðum sem töldu að það vantaði lókal bjór hérna. Þeir tóku sig saman og stofnuðu hlutafélag og í dag eru hluthafar rúmlega 40.“Tefla fram grenibjórBjólfur er fyrsti árstíðabjór Austra, en fyrir hefur brugghúsið framleitt bjóra sem heita Slöttur, Hvítserkur og Bagall. Þeir sækja allir nöfn sín í tinda á Íslandi. „Við notum alltaf tindana til að skreyta flöskurnar líka. Bjólfur er á Seyðisfirði og ástæðan fyrir því að hann er jólabjórinn er af því að það er „jól“ í nafninu,“ segir Friðrik. „Bjólfur er svokallaður grenibjór. Í grunninn er þetta svona amerískt „cream ale“ en með því að bæta greninu í þetta hverfur það, og er það helsta sérkenni hans,“ segir Friðrik en hann lýsir bjórnum sem „grenuðum, ljúfum og góðum.“ Sala á Bjólfi fer þokkalega af stað segir Friðrik, en á fyrsta söludegi bjórsins seldust um 700 flöskur. Aðstandendur brugghússins bera einnig vonir við fyrstu söluhelgi bjórsins.Friðrik Bjartur Magnússon er bruggari Austra.Mynd frá Friðriki Bjarti MagnússyniStór flóra jólabjóraÚrvalið í vínbúðum landsins er mikið og fást 66 niðurstöður fundnar þegar leitað er að jólabjórum á vefsíðu ÁTVR. Dýrasti staki bjórinn sem þar er að finna er A Red White Christmas frá danska framleiðandanum Mikkeller. Hann er 750 ml og kostar 1.885 kr. Ódýrasti bjórinn er Jule Bryg frá danska framleiðandanum Harboe en hann kostar 239 kr. og er 330 ml. Dýrasti staki íslenski bjórinn er Hurðaskellir nr. 54 frá brugghúsinu Borg. Sá kostar 1.290 kr. Ódýrasti íslenski bjórinn er Víking jólabjór en hann kemur í 330 ml dósum og kostar 241 kr.Sala á jólabjór fer vel af staðEins og áður segir hófst sala á jólabjór í vínbúðum landsins í gær. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir söluna fara vel af stað. „Í gær seldust um 25 þúsund lítrar,“ en í fyrra hófst salan á þriðjudegi. „Það spilar auðvitað inn í hversu nálægt helginni fyrsti söludagur er, en í fyrra seldist 21 þúsund lítri á fyrsta degi,“ segir Sigrún.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira