Háttvísi og afnám fátæktar Bjarni Karlsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist. Fyrst skal nefna að nýtt andrúmsloft ríkti í samtalinu með aukinni háttvísi í samskiptum stjórnmálafólks. Þjóðin er orðin södd á andstyggð og meiðingum í opinberu lífi og stjórnmálaforingjar voru að kveikja á því. Það var frábært. Síðan gerðist það líka að fátækt fólk á Íslandi fékk 6,9% greiddra atkvæða. Inga Sæland birtist sem fulltrúi hins almenna manns og hreyfði streng í hjarta þjóðarinnar með framgöngu sinni þegar hún krafðist þess ásamt flokksfólki sínu að fátækt verði afnumin í landinu. Samt var þrennt sem gleymdist. Ríkisstjórnarsamstarfið hnaut um eitt viðkvæmasta samviskumál þjóðarinnar; kynferðislegt öryggi kvenna og barna. Þess vegna var efnt til kosninga, en við slepptum alveg að ræða það og að kosningum loknum hefur stöðu kvenna hrakað stórlega á Alþingi! Annað málefni sem við létum ekki mikið trufla okkur er stærsta hagsmunamál fæddra og ófæddra kynslóða; vistkerfisvandinn. Þó var hópurinn París 1,5 og ýmsir fjölmiðlar að reyna að lyfta fram þannig samtali. Loks sniðgengum við nær alfarið annað mikilvægasta hagsmunamál almennings í landinu; eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar. Þau málefni komu vart til umræðu. Þrátt fyrir þessar miklu takmarkanir er ekki lítið að geta sagt að krafan um almenna háttvísi og afnám fátæktar sé meginniðurstaða kosninganna 2017. Hvernig sem stjórnarmyndun verður nú háttað hlýtur ný ríkisstjórn að taka mið af því að 13.502 kjósendur vörðu atkvæði sínu í að krefjast afnáms fátæktar í landinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun
Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist. Fyrst skal nefna að nýtt andrúmsloft ríkti í samtalinu með aukinni háttvísi í samskiptum stjórnmálafólks. Þjóðin er orðin södd á andstyggð og meiðingum í opinberu lífi og stjórnmálaforingjar voru að kveikja á því. Það var frábært. Síðan gerðist það líka að fátækt fólk á Íslandi fékk 6,9% greiddra atkvæða. Inga Sæland birtist sem fulltrúi hins almenna manns og hreyfði streng í hjarta þjóðarinnar með framgöngu sinni þegar hún krafðist þess ásamt flokksfólki sínu að fátækt verði afnumin í landinu. Samt var þrennt sem gleymdist. Ríkisstjórnarsamstarfið hnaut um eitt viðkvæmasta samviskumál þjóðarinnar; kynferðislegt öryggi kvenna og barna. Þess vegna var efnt til kosninga, en við slepptum alveg að ræða það og að kosningum loknum hefur stöðu kvenna hrakað stórlega á Alþingi! Annað málefni sem við létum ekki mikið trufla okkur er stærsta hagsmunamál fæddra og ófæddra kynslóða; vistkerfisvandinn. Þó var hópurinn París 1,5 og ýmsir fjölmiðlar að reyna að lyfta fram þannig samtali. Loks sniðgengum við nær alfarið annað mikilvægasta hagsmunamál almennings í landinu; eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar. Þau málefni komu vart til umræðu. Þrátt fyrir þessar miklu takmarkanir er ekki lítið að geta sagt að krafan um almenna háttvísi og afnám fátæktar sé meginniðurstaða kosninganna 2017. Hvernig sem stjórnarmyndun verður nú háttað hlýtur ný ríkisstjórn að taka mið af því að 13.502 kjósendur vörðu atkvæði sínu í að krefjast afnáms fátæktar í landinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun