Icelandair styrkir nemendur við HÍ og HR: „Nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 13:49 Háskólarektorarnir Ari Kristinn Jónsson og Jón Atli Benediktsson ásamt Birki Hólm Guðnasyni framkvæmdastjóra Icelandair við undirritun samstarfssamningsins. Aðsent Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavik um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja. „Flugið er orðið að undirstöðuatvinnuvegi á Íslandi og Icelandair er þar leiðandi aðili. Með þessu samstarfi viljum við hvetja til aukinnar menntunnar og þekkingar á þessu sviði. Það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir samfélagið,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, við undirritun samningsins. Birkir bætti því við að flugið sé í dag mikill þekkingariðnaður þar sem Ísland hafi náð frábærum árangri með mikilli uppbyggingu á undanförnum árum. „Til að viðhalda þessum árangri er nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina. Við vonumst til að þetta samstarf verði hvatning til ungs fólks að leita sér þekkingar í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla fagnar þessu samstarfi og stuðningi Icelandair við skólann. „Háskóli Íslands er alhliða háskóli og leggur áherslu á að eiga náið samstarf við íslenskt atvinnulíf. Háskóli Íslands býður upp á fjölmargar greinar sem tengjast flugi og flugrekstri. Fjármunirnir verða nýttir til stuðnings við verkefni nemenda í doktors- og meistaranámi í þessum greinum. Þeir munu án efa nýtast vel. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Icelandair.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík tekur í sama streng og segir flugið hafa skipt miklu fyrir framþróun Íslands. „Það er í dag orðið burðarás í samfélagi og efnahagslífi landsins. Háskólinn í Reykjavík hefur í mörg ár átt í góðu samstarfi við Icelandair við að efla þekkingu og menntun á sviði flugþjónustu. Við fögnum því innilega þessu framlagi sem mun nýtast vel til að styrkja verkefni nemenda sem tengjast flugi og flugþjónustu.” Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavik um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja. „Flugið er orðið að undirstöðuatvinnuvegi á Íslandi og Icelandair er þar leiðandi aðili. Með þessu samstarfi viljum við hvetja til aukinnar menntunnar og þekkingar á þessu sviði. Það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir samfélagið,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, við undirritun samningsins. Birkir bætti því við að flugið sé í dag mikill þekkingariðnaður þar sem Ísland hafi náð frábærum árangri með mikilli uppbyggingu á undanförnum árum. „Til að viðhalda þessum árangri er nauðsynlegt að fá ungt og hæft fólk inn í greinina. Við vonumst til að þetta samstarf verði hvatning til ungs fólks að leita sér þekkingar í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla fagnar þessu samstarfi og stuðningi Icelandair við skólann. „Háskóli Íslands er alhliða háskóli og leggur áherslu á að eiga náið samstarf við íslenskt atvinnulíf. Háskóli Íslands býður upp á fjölmargar greinar sem tengjast flugi og flugrekstri. Fjármunirnir verða nýttir til stuðnings við verkefni nemenda í doktors- og meistaranámi í þessum greinum. Þeir munu án efa nýtast vel. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Icelandair.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík tekur í sama streng og segir flugið hafa skipt miklu fyrir framþróun Íslands. „Það er í dag orðið burðarás í samfélagi og efnahagslífi landsins. Háskólinn í Reykjavík hefur í mörg ár átt í góðu samstarfi við Icelandair við að efla þekkingu og menntun á sviði flugþjónustu. Við fögnum því innilega þessu framlagi sem mun nýtast vel til að styrkja verkefni nemenda sem tengjast flugi og flugþjónustu.”
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira