Íhald og einangrun Stjórnarmaðurinn skrifar 6. nóvember 2017 12:00 Ekki urðu nýafstaðnar kosningar til þess að einfalda stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Þvert á móti. Á þingi eru nú átta flokkar og engin hefðbundin tveggja flokka stjórn möguleg. Ljóst er að nú reynir á færni stjórnmálamannanna í mannlegum samskiptum ef ekki á að ganga til kosninga aftur snemma á nýju ári. Getur ekki verið að kjósendur séu hreinlega að kalla á hófsama, íhaldssama stjórn sem tekur tillit til allra sjónarmiða? Annað sem lesa má úr kosningunum er að ekki virðist mikið ákall meðal kjósenda um frjálslyndi og alþjóðahyggju. Hvernig er annars hægt að lesa annað út úr kosningum sem virðast hafa leitt þrjá Framsóknarflokka inn á þing í formi Miðflokksins og Flokks fólksins til viðbótar við gömlu góðu Framsókn. Fólk vill greinilega óbreytta stöðu í gjaldmiðilsmálum. Evrópusambandið er langt frá því að vera á dagskrá. Hið góða við þessa snúnu stöðu er þó sú staðreynd að ríkisstjórnir sem samanstanda af mörgum flokkum eru líklegar til að draga öfgarnar úr flokkunum. Þannig mun Katrín Jakobsdóttir blessunarlega aldrei halda ein á tékkheftinu, og Sjálfstæðisflokkurinn getur á móti ekki fyllt stjórnarráðið eingöngu af körlum komnum af léttasta skeiði. Sigmundur Davíð, komist hann í stjórn, getur svo lagt áherslu á sitt eina stefnumál og leyft samstarfsflokkunum að ráða rest. En að öllu gamni slepptu þá virðist sem íhaldssöm og þjóðleg stjórn komi upp úr krafsinu sama hvernig fer. Þeirra sem aðhyllast alþjóðleg og frjálsleg sjónarmið í flestum málum bíður svo það verkefni að láta í sér heyra á komandi kjörtímabili og mynda mótvægi við ríkisstjórnina. Taki hver til sín sem vill, en nú hlýtur að vera dauðafæri til að byggja upp fjöldastuðning við slíka hreyfingu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki urðu nýafstaðnar kosningar til þess að einfalda stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Þvert á móti. Á þingi eru nú átta flokkar og engin hefðbundin tveggja flokka stjórn möguleg. Ljóst er að nú reynir á færni stjórnmálamannanna í mannlegum samskiptum ef ekki á að ganga til kosninga aftur snemma á nýju ári. Getur ekki verið að kjósendur séu hreinlega að kalla á hófsama, íhaldssama stjórn sem tekur tillit til allra sjónarmiða? Annað sem lesa má úr kosningunum er að ekki virðist mikið ákall meðal kjósenda um frjálslyndi og alþjóðahyggju. Hvernig er annars hægt að lesa annað út úr kosningum sem virðast hafa leitt þrjá Framsóknarflokka inn á þing í formi Miðflokksins og Flokks fólksins til viðbótar við gömlu góðu Framsókn. Fólk vill greinilega óbreytta stöðu í gjaldmiðilsmálum. Evrópusambandið er langt frá því að vera á dagskrá. Hið góða við þessa snúnu stöðu er þó sú staðreynd að ríkisstjórnir sem samanstanda af mörgum flokkum eru líklegar til að draga öfgarnar úr flokkunum. Þannig mun Katrín Jakobsdóttir blessunarlega aldrei halda ein á tékkheftinu, og Sjálfstæðisflokkurinn getur á móti ekki fyllt stjórnarráðið eingöngu af körlum komnum af léttasta skeiði. Sigmundur Davíð, komist hann í stjórn, getur svo lagt áherslu á sitt eina stefnumál og leyft samstarfsflokkunum að ráða rest. En að öllu gamni slepptu þá virðist sem íhaldssöm og þjóðleg stjórn komi upp úr krafsinu sama hvernig fer. Þeirra sem aðhyllast alþjóðleg og frjálsleg sjónarmið í flestum málum bíður svo það verkefni að láta í sér heyra á komandi kjörtímabili og mynda mótvægi við ríkisstjórnina. Taki hver til sín sem vill, en nú hlýtur að vera dauðafæri til að byggja upp fjöldastuðning við slíka hreyfingu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira