Skotsilfur Markaðarins: Þögn WOW air Ritstjórn Markaðarins skrifar 20. október 2017 11:30 Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira